Staðsetning
Álfabakka 16, 109 Reykjavík
Þróunarstofa hefur verið rekin innan Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins (HH), frá árinu 2009 og hefur sinnt heilsugæslustöðvum á höfuðborgarsvæðinu. Síðastliðið vor tilkynnti Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra þá ákvörðun sína að breyta verkefnum Þróunarstofunnar og skal ný eining þjóna öllum heilsugæslustöðvum í landinu.
Hlutverk Þróunarmiðstöðvar íslenskrar heilsugæslu (ÞÍH) verður þannig útvíkkað og má þar nefna:
- Skipulag kennslu á heilbrigðissviði á heilsugæslustöðvum
- Sinna vísinda- og gæðaþróunarverkefnum
- Þróa og innleiða gæðavísa
- Leiða þverfaglegt samstarf, samræming verklags innan þróunarmiðstöðvar og á landsvísu
- Stuðla að fræðslu til almennings
- Stuðla að gæðaþróun og framförum í heilsugæslu í samráði við heilbrigðisstofnanir sem reka heilsugæslustöðvar og sjálfstætt starfandi heilsugæslustöðvar
- Tryggja gæði og skilvirkni þjónustunnar
- Stuðla að gagnreyndri samræmdri heilsugæsluþjónustu á landsvísu