Sálfræðistofa Kolbrúnar Baldursdóttur

Staðsetning

Álfabakka 12 2. hæð, 109 Reykjavík

Kolbrún Baldursdóttir er löggiltur sálfræðingur og sérfræðingur í klínískri sálfræði. Hún er einnig kennari, með kennsluréttindi bæði á grunn- og framhaldsskólastigi. Kolbrún hefur haldið fyrirlestra um félags- og sálfræðileg málefni um árabil. Fyrir um það bil 15 árum fór hún að gera eineltismálum sérstaklega skil. Eftir að hafa starfað í tíu ár sem skólasálfræðingur hafa eineltismálin orðið henni æ hugleiknari enda afleiðingar eineltis geigvænlegar. Kolbrún hefur haldið fjölda fyrirlestra um eineltismáli fyrir börn, foreldra, íþrótta og æslulýðsfélög og vinnustaði. Hún er höfundur bókar um einelti, EKKI MEIR en bókin kom út hjá Skólavefnum árið 2012.  Kolbrún hefur skrifað fjölda pistla og greina um eineltismál en einnig um ýmis sálfræðileg efni sem birst hafa víða sem og haldið úti um tveggja ára skeið sjónvarpsþáttum á ÍNN sem hétu Í nærveru sálar.

Hér í vefnum kolbrunbaldurs.is er að finna upplýsingar um þá sálfræðiþjónustu sem hún veitir og fyrirlestra sem í boði eru. Hér er einnig í boði viðamikil fræðsla um aðgerðir gegn einelti, forvarnir og verkferla við úrvinnslu eineltismála, auk greina og pistla um þennan málaflokk og sýnishorn af viðbragðsáætlun og tilkynningareyðublaði fyrir skóla, félög, stofnanir og fyrirtæki.

Sálfræðistofa Kolbrúnar Baldursdóttur er staðsett í Álfabakka 12, Mjódd. Stofan býður upp á almenna sálfræðiþjónustu: meðferð, ráðgjöf og handleiðslu, fræðslu og greiningu þar með talið ADHD greiningu fyrir fullorðna. Einnig er boðið upp á símaviðtöl fyrir landsbyggðarfólk sem hægt er að bóka með pósti til [email protected]. Sjá nánar um niðurgreiðslur.

Hér er talin upp sú helsta þjónusta sem hægt er að fá hjá Sálfræðistofu Kolbrúnar:

GREINING

  • ADHD greining fullorðinna. Klínískum leiðbeiningum fylgt í samræmi við kröfur Landlæknisembættisins um öflun upplýsinga og mælingar. Skjólstæðingurinn fær í hendur Ítarlega greinargerð að lokinni greiningu

RÁÐGJÖF & MEÐFERÐ

  • Kvíði, þunglyndi, tilfinninga-, og félagsvandi
  • Áföll, s.s. vegna langvinnra veikinda, missis eða annarra erfiðleika í lífinu
  • Streita og lífstílsvandi
  • Hjóna- og pararáðgjöf fyrir gagn- , samkynhneigða og hinsegin fólk
  • Uppeldisráðgjöf vegna barna og unglinga
  • Forsjár-, og umgengnismál, ráðgjöf
  • Eineltismál einstaklinga og stofnana

MEÐFERÐ

  • Fjölskyldumeðferð
  • Sjálfsstyrking og leiðbeiningar í Hugrænni atferlismeðferð

HANDLEIÐSLA

  • Handleiðsla fyrir fagfólk

Kolbrún á aðild að eftirtöldum félögum:

– Félag sérfræðinga í klínískri sálfræði
– Sálfræðingafélag Íslands

Önnur fyrirtæki