Rauðakrossbúðin – verslun með notuð föt

Opnunartímar

Mánudagar 10:00 - 14:00
þri - fim 10:00 - 18:00
Föstudagar 10:00 - 14:00
Laugardagar 12:00 - 16:00

Staðsetning

Þönglabakka 1, 109 Reykjavík

Rauði krossinn rekur 14 verslanir um land allt þar sem seld eru notuð föt og skór á afar góðu verði. Fataverslanirnar eru ein helsta fjáröflun Rauða krossins og afar mikilvægar sem slíkar. Í öllum verslunum sjá sjálfboðaliðar um afgreiðslu. Á höfuðborgarsvæðinu eru sjálfboðaliðar um 140 talsins.

Ef þú vilt ganga til liðs við okkar góða hóp fylltu þá út formið hér og taktu fram í athugasemdum að þú hafir áhuga á að starfa í verslununum.  Haft verður samband hið fyrsta.

 

  • Fylgstu með því sem kemur í Rauðakrossbúðirnar á höfuðborgarsvæðinu á Instagram og facebook. 

 

Tekjulágir einstaklingar og fjölskyldur geta sótt um fatakort hjá Rauða krossinum. Fatakortin eru úttektarheimild og eru ígildi peninga sem hægt er að nota í verslun Rauða krossins í Mjódd. 

Athugið að ekki er tekið við fatnaði í verslununum sjálfum heldur aðeins í gámum sem eru víðsvegar um landið.

Önnur fyrirtæki