Lestrarmiðstöð í Mjódd

Opnunartímar

Mán - fös 09:00 - 17:00

Staðsetning

Álfabakka 12 2. hæð, 109 Reykjavík

Lestrarmiðstöð er veitt þjónusta fyrir þá sem eiga í vanda með lestur og ritun, eru með leshömlun/lesblindu (dyslexiu). Veitt er ráðgjöf til foreldra barna með lestrar- og námsvanda. Ekki þarf að liggja fyrir greining til að fá þjónustu.

Helstu verkefni eru:

Mat á málþroska.

Mat á lestrarvanda.

Sérhæfð einstaklingsmiðuð kennsla fyrir börn og fullorðna.

Ráðgjöf um námstækni fyrir nemendur með leshömlun.

Fræðsla og ráðgjöf til fagaðila.

Meginmarkmið okkar er að styrkja og efla lestrar- og ritunarfærni, að vinna með lesskilning og tjáningu og stuðla að meiri lestrarfærni og eflingu læsis.

Aðferðin okkar

Við byggjum á rannsóknum á lestri og leshömlun og aðferðum sem reynst hafa árangursríkar við kennslu nemenda með lestrarvanda. Við leggjum mat á stöðu einstaklingsins  í lestri og ritun og gerum kennsluáætlun áður en kennsla hefst.

Markmið okkar hefur frá upphafi verið að allir sem til okkar koma sýni framfarir, við byggjum á jákvæðni, nýtum fjölbreyttar leiðir við þjálfun, nýtum tölvutækni, rafbækur og hljóðefni.

Byggt er á þeirri sýn að með markvissri kennslu verði framfarir í námi sem stuðlar að auknum þroska, sterkari sjálfsmynd og betri líðan nemenda. Við hvetjum foreldra til að fylgjast vel með framförum barna sinna og verða fyrirmyndir barna í lestri og lestur verði sjálfsagður hluti í daglegu lífi.

Við höfum síðan árið 2001 sinnt nemendum á öllum aldri og verið farsæl í störfum.

Auður B. Kristinsdóttir, M.Ed. í uppeldis- og kennslufræði.

Lestrarmiðstöðin er í Álfabakka 12, 2.hæð, í Mjódd 109 Reykjavík

Önnur fyrirtæki