Consello ehf vátryggingaráðgjöf

Staðsetning

Álfabakka 14, 109 Reykjavík

Consello ehf, óháð vátryggingamiðlun- og ráðgjöf

Starfsmenn Consello aðstoða fyrirtæki og stofnanir við úttekt vátrygginga. Consello eru algjörlega óháðir vátryggingafélögum og miðlurum og vinna því alltaf með hagsmuni viðskiptavina að leiðarljósi.
Úttektir Consello  felast m.a. í  að skoða og meta trygginga- og tjónayfirlit, farið er í vettvangs-ferðir, rætt við starfsmenn og það sem þarf til að fá sem skýrustu mynd af umsvifum viðskiptavinarins og hvort einhvern staðar leynast göt í vátryggingaverndinni sem bæta þarf úr. Í framhaldinu er sest niður með vátryggingafélagi viðskiptavinarins eða farið í útboð eða verðkönnun til að fá bestu mögulegu iðgjöld.
Tryggingar eru flóknar og oft er talað um iðgjaldafrumskóg. Tryggingavernd fyrirtækja og stofnana eiga það til að úreldast og iðgjöld geta verið í ósamræmi við raunverulegar þarfir.
Regluleg úttekt á vátryggingum er mjög mikilvæg og þar kemur Consello til skjalanna.

 

Consello hefur starfsleyfi frá Fjármálaeftirlitinu til að annast tryggingaráðgjöf og miðlun. Consello hefur unnið með fjölda fyrirtækja og stofnana að útboði trygginga, áhættumati, áhættugreiningu, skráningu verkferla og gerð tryggingahandbóka.
​Árangurinn sýnir ótvírætt að þessi ráðgjöf skilar fjárhagslegum ávinningi og tryggingalegri hagræðingu ásamt aukinni þekkingu innan viðkomandi fyrirtækis eða stofnunar.

Önnur fyrirtæki