Subway Mjódd

Opnunartímar

Mán - sun 11:00 - 21:00

Staðsetning

Álfabakka 14, 109 Reykjavík

Saga Subway á Íslandi

Fyrsti veitingastaður Subway á Íslandi var opnaður árið 1994. Subway hefur því í yfir 25 ár séð um að gleðja svanga Íslendinga sem vilja að saman fari hollusta og ljúfur skyndibiti. Frumkvöðull að rekstri staðarins var Skúli Gunnar Sigfússon og stofnaði hann fyrsta staðinn í Faxafeni í Reykjavík.

Nú eru Subway staðirnir orðnir 18 á Íslandi. Fyrir utan höfuðborgarsvæðið er að finna Subway veitingastaði á Fitjum, á Akureyri, Selfossi, Akranesi og Egilsstöðum.

Subway á Íslandi er hluti af alþjóðlegri keðju rúmlega 45 þúsund veitingastaða í rúmlega 100 löndum um allan heim. Við erum stolt af því.

 

Markmið Subway

Markmið Subway um allan heim er að bjóða upp á fjölbreyttan og bragðgóðan skyndibita með hollustu að leiðarljósi. Lögð er áhersla á að matseðillinn bjóði upp á bragðgóða valkosti sem henta heilbrigðum lífsstíl. Strangt gæðaeftirlit tryggir að matvæli uppfylla stöngustu skilyrði um ferskleika og gæði. Upplýsingar um næringarinnihald eru aðgengilegar á vefnum og þannig stuðlar Subway að vel upplýstu vali þegar kemur að skyndibitakaupum.

Til þess að tryggja besta mögulega hráefni þurfa birgjar Subway, bæði innlendir og erlendir, að standast ströng skilyrði. Brauðin eru bökuð nokkrum sinnum á dag og það sama á við um kökurnar. Grænmetið kemur ferskt og er skorið á hverjum stað daglega.

Önnur fyrirtæki